Tilgangur Verkefnasjóðs Rótarý á Íslandi er að styðja við rótarýklúbba í umdæminu sem ráðast í verkefni í sínu nærumhverfi á sviði umhverfismála, forvarna, mennta, lista, vísinda eða annarra samfélagsverkefna sem falla undir megin áherslur Rotary International (Areas of Focus).
Nú í byrjun apríl var úthlutað úr Verkefnasjóði Rótarý starfsárið
2024/2025. Að sögn Alfreðs S.
Erlingssonar formanns Verkefnasjóðs bárust umsóknir frá 10 Rótarýklúbbum að
þessu sinni.
„Við finnum fyrir miklum áhuga Rótarýklúbba á
sjóðnum en alls bárust okkur styrkumsóknir fyrir ríflega 5 milljónir
króna. Að þessu sinni höfðum við til
ráðstöfunar 2,3 milljónir króna og gátum því miður ekki orðið við óskum allra“
segir Alfreð.
Hann segir það vandasamt verkefni að velja og
hafna og erfitt að geta ekki stutt við öll þau fjölmörgu og flottu verkefni sem
klúbbar eru að vinna að um land allt.
Jón Karl Ólafsson umdæmisstjóri segir
ánægulegt hversu mikil gróska sé í starfsemi klúbba í landinu og
Verkefnasjóðurinn gegni veigamiklu hlutverki og efli starfsemi klúbba.
„Ég tel að Verkefnsjóðurinn, sem komið var á
laggirnar 2019, hafi sannað gildi sitt
og hafi styrkt starfsemi klúbba um land allt og gert Rótarý sýnilegra í nærsamfélaginu“
segir Jón Karl.
Verkefnasjóðurinn hefur frá því hann var
settur á laggirnar á starfsárinu 2019/2020 úthlutað alls 17,5 milljónum króna
til 50 verkefna.
Þeir klúbbar sem hlutu styrk að þessu sinni
voru:
Rkl. Héraðsbúa kr. 350.000
Minningarmerki
um Skarphéðinn G. Þórisson
Rkl. Hof Garðabæ kr. 250.000
Sérhannaður
hjólastóll fyrir Sjálandsskóla
Rkl. Ólafsfjarðar kr. 600.000
Ljósakrossar
við leiði í kirkjugarði Ólafsfjarðar
Rkl. Rangæinga kr. 400.000
Verkefnið
Austurleiðastofa í Skógasafni
Rkl. Straumur kr. 300.000
Skógrækt
ofan Hvaleyrarvatns
Rkl. Neskaupstaðar kr. 200 000
Fánastöng
á gróðurreit Rótarý
Rkl. Borgarnes kr. 210.000
Samstarfsnámskeið
vegna 1. desember