Á morgun þann 11.júní fara fram umdæmisstjóraskipti hér á Íslandi. Jón Karl Ólafsson lætur af störfum sem umdæmisstjóri, en við tekur Sigríður Björk Gunnarsdóttir, félagi í Rótarýklúbbnum Hofi í Garðabæ. Starfsárið hefst formlega þann 1.júlí, en hefð er fyrir því, að umdæmisstjóraskipti fari fram áður en klúbbar fara í sumarfrí.
Okkur hefur tekist á síðasta ári að snúa við þróun í félagatali og okkur fjólgar nú aftur eftir nokkur ár með fækkun félaga. Þetta verður áfram eitt helsta verkefni okkar hér á landi. Við viljum reyna áfram að miða við, að félagar í Rótarý hér verði ekki færri en 1.200 á hverjum tíma.
Það verður frábært að fá Sigríði Björk til starfa og við hvetjum áfram alla Rótarýfélaga til að leggja okkar góða málstað lið. Það er og verður gaman í Rótarý.